Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. maí 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Óttast að Arsenal geti ekki haldið Smith Rowe og Saka
Smith Rowe og Saka.
Smith Rowe og Saka.
Mynd: EPA
Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal, er áhyggjufullur yfir því að Arsenal geti ekki haldið í sína efnilegustu leikmenn ef dapurt gengi félagsins heldur áfram.

Bukayo Saka, 19 ára, og Emile Smith Rowe, 20 ára, hafa verið ljósir punktar á erfiðu tímabili fyrir Arsenal. En litlar líkur eru á því að liðið nái Evrópusæti.

Saka lagði upp mark fyrir Smith Rowe í sigrinum gegn West Brom á sunnudag en Saka var frábær í þeim leik. Wright óttast að Arsenal nái ekki að uppfylla metnað þessara leikmanna.

„Vonandi getur Arsenal fylgt þeirra framþróun því ef það tekst ekki munu félög reyna að ná þeim af okkur. Það er mikið áhyggjuefni því þessir leikmenn eiga að vera lykilmenn í þeirri áætlun að koma Arsenal aftur í fremstu röð," segir Wright.

„Ef þeir halda áfram að bæta sig svona hratt þá þarf liðið að fylgja. Þeir eru stórkostlegir leikmenn og það þarf að fylgja þeirra metnaði."

Markið sem Smith Rowe skoraði gegn West Brom var hans fyrsta úrvalsdeildarmark. Saka er gríðarlega fjölhæfur og þegar farinn að spila fyrir enska landsliðið. Hann gæti verið í enska landsliðshópnum á EM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner