Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. maí 2021 21:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild kvenna: 3. sæti
KH er spáð 3. sæti í 2. deild
KH er spáð 3. sæti í 2. deild
Mynd: KH
Aldís Guðlaugsdóttir er efnilegur markvörður
Aldís Guðlaugsdóttir er efnilegur markvörður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Páll stýrir KH
Arnar Páll stýrir KH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2.deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við báðum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-12 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3. KH
4. Völsungur
5. ÍR
6. Sindri
7. Fram
8. Hamrarnir
9. Hamar
10. Álftanes
11. SR
12. Einherji
13. KM

Lokastaða í fyrra: Liðið tók ekki þátt í Íslandsmótinu í fyrra

Þjálfari: Arnar Páll Garðarsson hefur þjálfað yngri flokka Vals undanfarin ár og hann þjálfar nú lið KH sem er skipað leikmönnum sem hann þekkir vel úr yngri flokka starfinu. Honum til aðstoðar er Haraldur Árni Hróðmarsson, yfirþjálfari yngri flokka.

Lið KH verður endurvakið í sumar og er liðið hugsað sem vettvangur fyrir unga og efnilega leikmenn úr yngri flokkum Vals til að taka sín fyrstu skref í meistaraflokksfótbolta. Liðið er í góðu samstarfi við meistaraflokk Vals. Nóg er af efnivið og hæfileikum í liðinu og það verður fróðlegt að sjá hvernig táningarnir á Hlíðarenda koma til með að standa sig gegn eldri og reyndari leikmönnum í deildinni.

Lykilmenn: Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir, Aldís Guðlaugsdóttir, Hildur Björk Búadóttir

Gaman að fylgjast með: Það verður gaman að fylgjast með öllum leikmannahópnum taka sín fyrstu skref í meistaraflokki. Ein þeirra til að hafa augun á er unglingalandsliðsmarkvörðurinn Aldís Guðlaugsdóttir sem er mikið efni.

Við heyrðum í Adda þjálfara og spurðum hann út í spánna og sumarið:

Kemur á óvart að vera spáð 3. sætinu?

„Nei, í rauninni ekki en aftur á móti held ég að liðin viti mjög takmarkað um hvort annað og ansi erfitt að spá i þetta. Baldvin Borgars fékk að leika lausum hala í Heimavellinum um okkur og við þurfum bara að standa undir þeirri gríðarlegu pressu frá honum. Svo spilar eflaust inn í að við erum að nota unga og efnilega leikmenn Vals sem hafa verið öflugir í yngri flokkum.”

Hver eru markmið KH fyrir sumarið?

„Það er klárlega að fara upp um deild en við erum einnig í þessu til að leikmenn þrói sinn leik, fái lengri tíma til að undirbúa sig fyrir meistaraflokk Vals. Mistök og óstöðugleiki fylgja oft ungum leikmönnum en hér fá þær tækifæri til að læra af þeim og gera leik sinn stöðugri..”

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið?

„Heilt yfir gengið mjög vel, spilað gegn sterkum liðum en því miður var Lengjubikarnum slaufað sem var mjög mikilvægt mót fyrir okkur.”

Hvernig myndirðu lýsa KH-liðinu í stuttu máli?

„Ungt, bílprófslaust, gríðarlega metnaðarfullar. Allar líkur á því ef þú átt leið á Hlíðarenda að þú hittir leikmann KH að æfa sig aukalega..“

Hvernig áttu von á að deildin spilist í sumar?

„Ef maður á að lesa í undirbúningstímabilið þá sér maður Fjölni stinga af og hugsanlega F/H/L með þeim. Önnur lið virðast vera á mjög svipuðum slóðum. Mörg lið eru að styrkja sig með erlendum leikmönnum sem gerir þetta skemmtilegra.“

Hvað finnst þér um keppnisfyrirkomulag í deildinni?

„Hræðilegt hvað þetta eru fáir leikir en þar sem 90% af liðinu er ennþá í 3.fl þá náum við að nýta okkur það þannig ég get ekki kvartað of mikið..“

Komnar:

Liðið er skipað leikmönnum úr yngri flokkum Vals

Farnar:

Fyrstu leikir KH:
12. maí KH - Hamar
24. maí Völsungur - KH
30. maí KH - Hamrarnir
Athugasemdir
banner
banner
banner