mið 11. maí 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Araujo á batavegi - „Hann er ekki lengur í hættu"
Ronald Araujo
Ronald Araujo
Mynd: EPA
Úrúgvæski varnarmaðurinn Ronald Araujo er á batavegi eftir að hafa hnigið niður í 3-1 sigri Barcelona á Celta Vigo í spænsku deildinni í gær.

Araujo og spænski landsliðsmaðurinn Gavi lentu í harkalegu samstuði á 61. mínútu þannig að hausar þeirra skullu saman en Araujo var fljótur á lappir eftir atvikið.

Nokkrum sekúndum síðar hneig hann niður. Sjúkraliðar huguðu að Araujo áður en hann var fluttur með sjúkrabíl af leikvanginum.

Barcelona sendi frá sér stutta tilkynningu einhverjum mínútum síðar og kom þar fram að hann væri með meðvitund og mættur á spítala en það var alltof sumt.

Xavi, þjálfari Börsunga, kom þá með frekari fréttir á blaðamannafundi eftir leik og sagði að leikmaðurinn væri á batavegi.

„Araujo er með meðvitund og ekki lengur í hættu. Læknirinn segir að þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af," sagði Xavi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner