Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. maí 2022 13:20
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Akureyri.net 
Byrjað að leggja gervigras á KA svæðinu
KA stefnir á að spila heimaleik sinn gegn Fram þann 16. júní á sínu svæði.
KA stefnir á að spila heimaleik sinn gegn Fram þann 16. júní á sínu svæði.
Mynd: Akureyri.net
Akureyri.net greinir frá því að í morgun hófst vinna við að leggja gervigras á fótboltavöllinn sunnan við félagsheimili KA.

„Spáð er heldur köldu veðri næstu daga og því ekki ljóst hvenær hægt verður að fara af fullum krafti í að klára verkið en nokkra daga tekur að leggja allt „teppið“, líma og ganga frá. Hitastig skiptir líka máli varðandi undirlagið," skrifar Skapti Hallgrímsson.

Eftir að grasið verður komið á sinn stað verður sett upp stúka við völlinn og hann verður heimavöllur KA í Bestu deildinni til bráðabirgða. Vestanmegin við íþróttahús félagsins á að byggja framtíðar leikvang en samkvæmt áætlunum eru tvö ár í að hann verði klár.

Að sögn Sævars Péturssonar, framkvæmdastjóra KA, verður fyrsti heimaleikur liðsins í Bestu deildinni á svæðinu líklega 16. júní þegar Framarar koma í heimsókn.

KA-menn hafa verið að leika heimavelli sína á Dalvíkurvelli en þar taka þeir á móti FH-ingum í kvöld klukkan 19.15 í Bestu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner