Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. maí 2022 17:21
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Byrjunarlið ÍBV og KR: Guðjón Pétur á bekknum - Fjórar breytingar hjá KR
Þorsteinn Már kom til KR frá Stjörnunni í gær, hann fer beint inni í byrjunarliðið.
Þorsteinn Már kom til KR frá Stjörnunni í gær, hann fer beint inni í byrjunarliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir

Flautað verður til leiks í fyrsta leik 5. umferðar Bestu deildar karla á Hásteinvelli kl. 18:00. Þar mætast ÍBV og KR.


Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  2 KR

Stigasöfnun þessara liða í byrjun tímabils hefur ekki gengið vel. Eyjamenn búnir að krækja í 2 stig og eru í 9. sæti. KR-ingar eru tveimur sætum ofar með tveimur stigum meira.

Hermann Hreiðarsson gerir þrjár breytingar á liði Eyjamanna frá 3-3 jafnteflinu ævintýrlega í Keflavík. Stærstu tíðindin eru líklega þau að Guðjón Pétur Lýðsson fær sér sæti á varamannabekknum.  Þá fer Halldór Jón Sigurðar einnig út úr liðinu og Breki Ómarsson er ekki í hóp í dag. Inn í lið Eyjamanna koma Jón Ingason, Sito og Tómas Bent.

Rúnar Kristinsson gerir fjórar breytingar á liði KR frá markalausa jafnteflinu við KA. Út úr liðinu fara þeir Stefán Árni, Kjartan Henry, Pálmi Rafn og Theodór Elmar. Í þeirra stað koma þeir Grétar Snær, Ægir Jarl, Stefan Alexander og Þorsteinn Már sem fer beint inni í byrjunarliðið eftir komuna frá Stjörnunni.

Byrjunarlið ÍBV:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
9. Sito
16. Tómas Bent Magnússon
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson (f)
25. Alex Freyr Hilmarsson
99. Andri Rúnar Bjarnason

Byrjunarlið KR:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Hallur Hansson
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Þorsteinn Már Ragnarsson
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
17. Stefan Alexander Ljubicic
18. Aron Kristófer Lárusson
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson

Beinar textalýsingar:
18:00 ÍBV - KR
19:15 Breiðablik - Stjarnan
19:15 KA - FH
19:15 Valur - ÍA
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner