Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. maí 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
FIFA rannsakar hvort Ekvador hafi spilað á Kólumbíumanni
Byron Castillo í leik í undankeppninni.
Byron Castillo í leik í undankeppninni.
Mynd: Getty Images
FIFA hefur hafið rannsókn á því hvort Ekvador hafi spilað á ólöglegum leikmanni í undankeppni HM.

Eins og fjallað var um í síðustu viku þá kvartaði fótboltasamband Síle sem segir að Byron Castillo hafi spilað undir fölsku fæðingarvottorði.

Því er haldið fram að hann sé í raun Kólumbíumaður.

Ef rannsókn FIFA leiðir í ljós að þetta sé rétt þá gæti Ekvador misst sæti sitt á HM.

Síle vill að allir leikir sem Castillo spilaði í breytist í 3-0 tap, en það myndi gera það að verkum að landslið Síle færi yfir Ekvador, Perú og Kólumbíu á stöðutöflunni og beinustu leið á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner