Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. maí 2022 12:30
Elvar Geir Magnússon
Gabriel Jesus er hrifinn af verkefninu hjá Arsenal
Gabriel Jesus er áhugasamur um að ganga í raðir Arsenal.
Gabriel Jesus er áhugasamur um að ganga í raðir Arsenal.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur átt viðræður um möguleg kaup á Gabriel Jesus, sóknarmanni Manchester City, í sumar og Brasilíumaðurinn er alvarlega að skoða stöðuna að sögn umboðsmanns hans.

Jesus á ár eftir af samningi sínum við City en vildi ekki tjá sig um framtíð sína í síðasta mánuði.

„Við ræddum við Arsenal um Gabriel Jesus. Við erum hrifnir af því verkefni sem þar er í gangi og þetta er möguleiki sem við erum að skoða. Það eru sex önnur félög sem hafa áhuga en hans einbeiting er á lokaleikina með Man City," segir umboðsmaðurinn Marcelo Pettinati.

Jesus hefur verið hjá City síðan 2017 og skipti til Arsenal gætu hentað báðum aðilum vel. Samningar sóknarmannana Alexandre Lacazette og Eddie Nketiah renna út í sumar.

Jesus hefur byrjað 19 af úrvalsdeildarleikjum City á tímabilinu og skorað átta mörk. Hann byrjaði báða undanúrslitaleikina gegn Real Madrid í Meistaradeildinni en hafði verið notaður sparlega fram að því.
Athugasemdir
banner
banner
banner