Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. maí 2022 10:31
Elvar Geir Magnússon
ÍA og ÍBV reyna að fá Kundai
Kundai Benyu, leikmaður Vestra.
Kundai Benyu, leikmaður Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag er íslenski gluggadagurinn en félagaskiptaglugganum verður lokað á miðnætti.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru ÍBV og ÍA bæði að reyna að fá Kundai Benyu, miðjumann Vestra.

Eyjamenn eru að reyna að styrkja sig en þeir eru án sigurs eftir fyrstu fjórar umferðir Bestu deildarinnar. Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA þekki Kundai vel enda fyrrum þjálfari Vestra.

Kundai er samningsbundinn Vestra út árið en í síðasta mánuði var greint frá því að hann ætli sér að spila annars staðar á tímabilinu. Hann lék sextán leiki með liðinu á síðasta tímabili í Lengjudeildinni.

Kundai er 24 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður og kom til Vestra frá Wealdstone í febrúar í fyrra. Hann ólst upp hjá Ipswich Town á Englandi áður en hann hélt til Celtic í Skotlandi. Þar spilaði hann einn leik fyrir aðalliðið undir stjórn Brendan Rodgers áður en hann fór til Helsingborg árið 2019.

Hann lék með landsliðið Simbabve á Afríkumótinu í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner