mið 11. maí 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Vinnur Breiðablik fimmta leikinn í röð?
Breiðablik mætir Stjörnunni
Breiðablik mætir Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir leikir fara fram í Bestu deild karla í kvöld en topplið Breiðabliks mætir Stjörnunni á Kópavogsvelli í stærsta leik dagsins.

ÍBV og KR eigast við á Hásteinsvelli klukkan 18:00. ÍBV hefur aðeins sótt tvö stig í fyrstu fjóru leikjunum en KR-ingar fjögur.

Valur spilar þá við ÍA á Origo-vellinum klukkan 19:15 áður en Breiðablik tekur á móti Stjörnunni. Blikar hafa unnið alla leiki sína til þessa á meðan Stjarnan hefur unnið tvo og gert tvö jafntefli.

KA mætir þá FH á Dalvíkurvelli. KA er með 10 stig í 2. sæti en FH hefur aðeins sótt fjögur stig til þessa.

Leikir dagsins:

Besta-deild karla
18:00 ÍBV-KR (Hásteinsvöllur)
19:15 Valur-ÍA (Origo völlurinn)
19:15 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
19:15 KA-FH (Dalvíkurvöllur)

Lengjudeild kvenna
18:00 HK-Fjölnir (Kórinn)
19:15 Grindavík-Haukar (Grindavíkurvöllur)
19:15 FH-Víkingur R. (Kaplakrikavöllur)
19:15 Fylkir-Tindastóll (Würth völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner