mið 11. maí 2022 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool jafnaði met Man City í gær
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool jafnaði met Manchester City í gær en liðið á nú þrjá leikmenn sem hafa skorað 15 mörk eða meira í deildinni á þessu tímabili.

Mané skoraði 15. deildarmark sitt í gær er hann tryggði Liverpool 2-1 sigur á Aston Villa á Villa Park.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem nær þessum áfanga fyrir liðið í deildinni á þessari leiktíð en Diogo Jota er einnig með fimmtán mörk og þá er Mohamed Salah markahæstur með 22 mörk.

Með þessu tókst Liverpool að jafna met Manchester City frá 2013-2014. Yaya Toure skoraði 20 mörk á meðan Sergio Aguero gerði 17 mörk. Edin Dzeko var þá með 16 mörk í deildinni.

Á þessari leiktíð hafa bæði Liverpool og Manchester City skorað 89 mörk í deildinni, nítján mörkum meira en Chelsea sem er í þriðja sætinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner