Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. maí 2022 08:06
Elvar Geir Magnússon
Newcastle reynir við Coutinho - Barca vill Mane
Powerade
Newcastle reynir að fá Philippe Coutinho.
Newcastle reynir að fá Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Sadio Mane, leikmaður Liverpool.
Sadio Mane, leikmaður Liverpool.
Mynd: EPA
Nkunku til Englands?
Nkunku til Englands?
Mynd: EPA
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Coutinho, Watkins, Mane, Rudiger, Tielemans, Osimhen og fleiri í slúðurpakkanum þennan miðvikudaginn.

Newcastle United hefur haft samband við Philippe Coutinho (29) og reynir að eyðileggja tilraunir Aston Villa sem vill fá Brasilíumanninn alfarið frá Barcelona. (Goal)

West Ham ætlar að bjóða í sóknarmanninn Ollie Watkins (26) hjá Aston Villa í sumar. (Guardian)

Barcelona vill fá sóknarmanninn Sadio Mane (30) frá Liverpool. Senegalinn hefur verið orðaður við Bayern München en er sagður hafa áhuga á því að fara til Börsunga þar sem hann telji það auka líkurnar á að hann vinni Ballon d'Or gullknöttinn. (Mundo Deportivo)

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur gantast með að það 'sé sér að mæta' ef Mane fer í annað lið. (Sky Sports)

Arsenal vill fá þýska vængmanninn Serge Gnabry (26) aftur til félagsins frá Bayern München. (Ekrem Konour)

Barcelona vill fá Cesar Azpilicueta (32), fyrirliða Chelsea, og er búið að bjóða honum veglegan samning. (Goal)

Barcelona vill einng fá spænska vinstri bakvörðinn Sergio Reguilon (25) frá Tottenham. (Mirror)

Chelsea og Manchester United hafa áhuga á franska sóknarmanninum Christopher Nkunku (24) frá RB Leipzig. (Sky Sports Germany)

Real Madrid hefur bætt við 340 milljóna punda riftunarákvæði í samningi Antonio Rudiger (29) sem hefur gert fjögurra ára samning við spænska stórliðið Þýski varnarmaðurinn fer á frjálsri sölu frá Chelsea í sumar. (Mail)

Leicester er tilbúið að hlusta á tilboð upp á 40 milljónir punda í belgíska miðjumanninn Youri Tielemans (25) en samningur hans rennur út sumarið 2023. (90 Min)

Arsenal er eitt af þeim félögum sem eru orðuð við Tielemans en vonir þeirra standa á því hvort liðið komist í Meistaradeildina. (Standard)

Manchester United og Newcastle United hafa áhuga á nígeríska sóknarmanninum Victor Osimhen (23) en Napoli vill fá að minnsta kosti 100 milljónir evra (85,5 milljónir punda) fyrir leikmanninn. (Calciomercato)

Claudio Lotito, forseti Lazio, segist hafa hafnað 120 milljóna punda tilboði í serbneska miðjumanninn Sergej Milinkovic-Savic (27) en Manchester United og Paris St-Germain vilja fá hann. (Rai Sport)

Manchester United er tilbúið að ganga að 38 milljóna punda verðmiða Sporting Lissabon á varnarmanninum portúgalska Goncalo Inacio (20). (A Bola)

Sevilla gæti keypt Nicolas Pepe (26) frá Arsenal í sumar en Fílabeinsstrendingurinn er metinn á um 25 milljónir punda. (Super Desporte)

AC Milan hefur áhuga á franska varnarmanninum William Saliba (21) sem er hjá Marseille á lánssamningi. (Mirror)

Paul Pogba (29) þarf að taka á sig launalækkun ef hann gengur aftur í raðir Juventus á Ítalíu þegar samningur hans við Manchester United rennur út í sumar. Hann er með hærra tilboð frá Paris St-Germain og Real Madrid er að meta stöðuna. (Alfredo Pedulla)

Raphinha (25) hefur sagt Barcelona að hann muni koma til félagsins ef Leeds fellur. (Todo Fichajes)

Tottenham mun líklega vinna samkeppni við Manchester United um markvörðinn Sam Johnstone (29) hjá West Bromwich Albion. Hann yrði varamarkvörður fyrir Hugo Lloris hjá Spurs. (Standard)

Tottenham er einnig að íhuga að bjóða Yaya Toure (38), fyrrum leikmanni Manchester City, þjálfarastöðu þegar hann hefur klárað UEFA þjálfaranámskeið. (Standard)

Manchester United er nálægt því að ná samkomulagi við Mitchell van der Gaag, aðstoðarþjálfara Ajax, um að fylgja Erik ten Hag á Old Trafford. (Fabrizio Romano)

Þrátt fyrir fréttir um að Arsenal sé í viðræðum við Mohamed Elneny (29) um nýjan samning eru aðrar fréttir um að hann hafi gert munnlegt samkomulag við Galatasaray í Tyrklandi. (Fanatik)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner