Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   mið 11. maí 2022 21:26
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Rúnar: Ekki góðir en nýttum breiddina
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans í KR sóttu þrjú stig til Vestmannaeyja í kvöld, lokatölur 1-2.


Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  2 KR

„Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina í liðinu, gríðarlega ánægður með stigin þrjú. Það er erfitt að koma til Vestmannaeyja, Eyjamenn voru mjög vel skipulagðir og þéttir. Við vorum ekki góðir í dag en við nýttum vel breiddina í hópnum okkar," voru fyrstu viðbrögð Rúnar Kristinssonar eftir sterkan útisigur á Hásteinsvelli.

Rúnar gerði fjórar breytingar á liði sínu fyrir leikinn í dag, hver var hugsunin á bakvið þessar breytingar?

„Ég vissi að völlurinn hér væri dálítið þungur, það eru einnig búnir að vera margir leikir, ég vildi fá ferska fætur inn og leikmenn sem geta hlaupið mikið. Sérstaklega í byrjun til að mæta þeirri mótspyrnu sem maður mætir alltaf hérna í Eyjum.“

Rúnar gerði þrjár breytingar á liðinu sínu strax í byrjun seinni hálfleiks.

„Ég breytti aðeins áherslunum, við náðum að halda boltanum betur án þess kannski að ná að skapa okkur mikið. Ef ég er ósáttur við eitthvað þá er það að ná ekki inn þriðja markinu. Þegar maður er að vinna með einu er maður alltaf stressaður á hliðarlínunni og þá þarf voða lítið að gerast til þess að maður fái eitt í andlitið.“

Þorsteinn Már Ragnarsson er kominn aftur til KR, félagaskiptin voru staðfest í gær. Rúnar er að vonum ánægður með að fá Þorstein í hópinn og auka breiddina.

„Ég er mjög ánægður með að fá hann til baka, hann er áræðinn sóknarleikmaður. Öðruvísi en kantmennirnir sem við erum með Atli og Stefán, hann hleypur meira á bakvið vörnina, gríðarlega vinnusamur. Við erum bara að stækka hópinn og breikka hann, fá meiri möguleika til að spila með ólíkar týpur inni á vellinum."

Félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti, að sögn Rúnars verða ekki frekari breytingar hjá KR áður en glugginn lokar.

„Nei við erum hættir, það er enginn að koma í KR úr þessu," sagði brosmildur Rúnar Kristinsson að lokum sem fer með þrjú stig heim í Vesturbæinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner