Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. maí 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Tuttugu ára samstarfi slitið - FIFA ætlar í samkeppni við EA Sports
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Tuttugu ára farsælu samstarfi kanadíska tölvuleikjaframleiðandans EA Sports og alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, lýkur á næsta ári en samningaviðræður sigldu í strand eftir að sambandið fór fram á 20 milljarða fyrir það eitt að nota nafnið þess.

Samstarfið hófst árið 1993 með leiknum FIFA International Soccer en síðan þá hefur framleiðandinn gefið út leiki á vegum sambandsins sem ná á fjórða tug.

FIFA er einn vinsælasti tölvuleikur allra tíma en í haust kemur síðasti leikurinn sem ber það nafn. FIFA 23 mun koma út í september en á næsta ári mun hann bera nafnið EA Sports FC og verður það gert í samstarfi við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike.

Alþjóðaknattspyrnusambandið fékk 10 milljarða fyrir að lána EA nafnið en vildi fá tvöfalt hærri upphæð þegar samningaviðræður hófust á síðasta ári.

EA sætti sig ekki við það og var niðurstaðan að slíta samstarfinu en FIFA ætlar í beina samkeppni. Markmiðið er að finna annað fyrirtæki til að þróa leik þeirra.

„Ég get fullvissað ykkur um það að eini og raunverulegi leikurinn sem ber nafnið FIFA verður sá besti fyrir spilara og fótboltaunnendur," sagði GIanni Infantino, forseti FIFA.

„FIFA nafnið er það eina í heiminum, sem hefur þennan upprunalega titil. FIFA 23, FIFA 24, FIFA 25, FIFA 26 og þar fram eftir götum. Það mun verða þannig að eilífu og mun halda áfram að vera það allra besta," sagði hann ennfremur.

Það hefur komið til tals að bandaríski leikjaframleiðandinn, 2K, geri samstarf við FIFA, en fyrirtækið hefur gert frábæra hluti með körfuboltaleikina sem heita sama nafni og eru þá á bakvið marga af vinsælustu leikjum heims.
Athugasemdir
banner
banner