Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 11. maí 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
White og Saka tæpir fyrir Lundúnaslaginn
Varnarmaðurinn Ben White.
Varnarmaðurinn Ben White.
Mynd: EPA
Tottenham og Arsenal mætast í Lundúnaslag annað kvöld en leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu.

Tottenham er fjórum stigum á eftir Arsenal sem er í hinu eftirsótta fjórða sæti. Spurs verður að vinna annað kvöld en Arsenal tryggir sér Meistaradeildarsætið með sigri.

Mikel Arteta stjóri Arsenal staðfesti á fréttamannafundi í dag að þeir Thomas Partey og Kieran Tierney væru klárlega frá. Þeir Ben White og Bukayo Saka eru tæpir.

„Ben er tæpur. Við þurfum að skoða hann betur, hann er orðinn mun betri. Staðan á Bukayo er sú sama. Það er erfitt að meta stöðuna, við þurfum bara að skoða þá í dag og finna þetta út," sagði Arteta.

„Ef við vinnum leikinn erum við í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Þú færð ekki betri hvatningu. Tækifærið er fyrir framan okkur."

„Þetta er líklega mest spennandi Lundúnaslagur á mínum stjóraferli. Þegar þú sérð tækifæri til að afreka markmið þín á tímabilinu þá getur þú ekki beðið eftir leiknum."
Athugasemdir
banner
banner