Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. júní 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besti vinstri bakvörður Kólumbíu missir af HM
Frank Fabra.
Frank Fabra.
Mynd: Getty Images
Farid Diaz er 34 ára.
Farid Diaz er 34 ára.
Mynd: Getty Images
Kólumbíu er spáð efsta sæti H-riðils í spá Fótbolta.net í riðlakeppni HM en Kólumbíumenn hafa orðið fyrir áfalli í aðdraganda mótsins. Frank Fabra, fyrsti kostur í vinstri bakvarðarstöðu liðsins, sleit krossband og verður ekki með á mótinu.

Fabra sleit krossband í vinstra hné í æfingabúðum Kólumbíu á Ítalíu. Hann verður ekki með á HM.

Búið er að kalla hinn 34 ára gamla Farid Diaz inn í hópinn fyrir Fabra, sem er 27 ára og á mála hjá Boca Juniors. Diaz leikur með Olimpia Asuncion í Paragvæ og á 13 landsleiki að baki.

Kólumbía er eins og fyrr segir í H-riðli en þar eru einnig Pólland, Japan og Senegal.

Kólumbía hefur leik gegn Japan 19. júní næstkomandi. Hér að neðan er leikmannhópur Kólumbíu.

Markverðir: David Ospina (Arsenal), Camilo Vargas (Deportivo Cali), Jose Fernando Cuadrado (Once Caldas)

Varnarmenn: Cristian Zapata (Milan), Davinson Sanchez (Tottenham), Santiago Arias (PSV Eindhoven), Oscar Murillo (Pachuca), Johan Mojica (Girona), Yerry Mina (Barcelona), Farid Diaz (Olimpia Asuncion)

Miðjumenn: Wilmar Barrios (Boca Juniors), Carlos Sanchez (Espanyol), Jefferson Lerma (Levante), Jose Izquierdo (Brighton Hove & Albion), James Rodriguez (Bayern Munich), Abel Aguilar (Deportivo Cali), Mateus Uribe (America), Juan Fernando Quintero (River Plate), Juan Guillermo Cuadrado (Juventus)

Sóknarmenn: adamel Falcao (Monaco), Miguel Borja (Palmeiras), Carlos Bacca (Villarreal), Luis Fernando Muriel (Sevilla)



Athugasemdir
banner
banner