banner
   mán 11. júní 2018 08:08
Magnús Már Einarsson
Birkir æfir í dag - Óttaðist fyrst tognun
Icelandair
Birkir á skokkinu á landsliðsæfingu í gær.
Birkir á skokkinu á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason stefnir á að æfa með íslenska landsliðinu í dag. Birkir æfði ekki með liðinu í gær en hann var í séræfingum þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli á rassvöðva.

„Við byrjum allavega og svo sjáum við til," sagði Birkir fyrir æfinguna í dag.

Birkir fékk skiptingu í vináttuleiknum gegn Gana á fimmtudaginn vegna meiðslanna.

„Ég fann svolítið fyrir þessu í Gana leiknum. Ég er búinn í myndatöku og þetta á allt að vera í lagi," sagði Birkir.

„Eftir leikinn hélt ég að þetta hefði verið tognun en þetta var ekki þannig og ég er miklu bjartsýnni í dag."

Fimm dagar eru í að Ísland mæti Argentínu í fyrsta leik á HM í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner