banner
   mán 11. júní 2018 15:32
Ívan Guðjón Baldursson
Fabregas starfar fyrir BBC á HM
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas var ekki valinn í 23 manna lokahópinn sem fer á Heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Hann fer þó til Rússlands, ásamt fréttamannateymi breska ríkissjónvarpsins, til að starfa sem sérfræðingur.

Fabregas hefur lengi verið talinn meðal bestu miðjumanna heims og hefur unnið til verðlauna með Arsenal, Barcelona og Chelsea gegnum árin.

Fabregas var í spænsku hópunum sem unnu EM 2008, HM 2010 og EM 2012. Hann hefur því gríðarlega mikla reynslu á þessu sviði.

Fabregas er partur af svakalegu sérfræðingateymi BBC þar sem hægt er að finna menn á borð við Gary Lineker, Didier Drogba, Frank Lampard, Alan Shearer, Rio Ferdinand og Jurgen Klinsmann.

Fabregas verður í fyrsta sinn í beinni útsendingu sem knattspyrnusérfræðingur þegar Spánn mætir Portúgal í risastórum nágrannaslag í B-riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner