Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. júní 2019 23:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu Hamren tryllast af gleði er lokaflautið gall
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, var gríðarlega sáttur í leikslok er Ísland vann 2-1 sigur á Tyrklandi í undankeppni EM 2020.

Tyrkland var búið að vinna alla þrjá leiki sína í undankeppninni án þess að fá á sig mark áður en liðið mætti á Laugardalsvöll í kvöld. Um síðastliðna helgi vann Tyrkland 2-0 sigur á ríkjandi Heimsmeisturum Frakklands.

Það er hins vegar alltaf erfitt að mæta Íslandi á Laugardalsvelli eins og Gary Martin benti á í kvöld.

Ísland er núna með níu stig í riðlinum eftir þetta júní-verkefni og útlitið er gott. Þessir tveir sigrar skipta miklu máli fyrir Erik Hamren sem virðist vera kominn með stóran hluta þjóðarinnar á bak við sig.

Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður, birti myndband á Twitter þar sem má sjá viðbrögð Hamren við lokasekúndum leiksins og lokaflautinu.

Sjón er sögu ríkari. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Sjá einnig:
Innkastið - Þvottaburst gegn bálreiðum Tyrkjum



Athugasemdir
banner
banner