Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. júní 2019 22:02
Arnar Daði Arnarsson
Þjálfari Tyrkja neitaði að taka í höndina á Jóni Daða eftir leik
Icelandair
Senol Gunes þjálfari Tyrklands.
Senol Gunes þjálfari Tyrklands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Senol Gunes þjálfari Tyrkja neitaði að taka í höndina á Jóni Daða Böðvarssyni leikmanni íslenska landsliðsins eftir 2-1 sigur Íslands á Tyrkjum á Laugardalsvellinum í kvöld.

Jón Daði Böðvarsson talaði um þetta í viðtali eftir leik sem hægt er að sjá hér að neðan. Þar var hann spurður út í fíaskó-ið í aðdraganda leiksins en Jón Daði fékk töluvert af skilaboðum á samfélagsmiðlum frá reiðum Tyrkjum .

„Ég fékk helling af skilaboðum en ég nennti ekki að horfa á þetta og skoða þetta. Mér finnst þeir gera alltof mikið úr þessu og síðan var þessi maður með burstann ekki einu sinni Íslendingur," sagði Jón Daði og á þá við um Belgann á Keflavíkurflugvelli sem gekk að Emre Belözoglu leikmanni Tyrkja með þvottabursta og otaði því að honum.

„Mér fannst við sýna þeim góða virðingu. Ég ætlaði að taka í höndina á þjálfaranum en hann neitaði að taka í höndina á mér eftir leik. Maður reynir að sýna eins mikla virðingu og maður getur en maður fær það ekki til baka, þá er það bara so be it," sagði Jón Daði í viðtalinu sem hægt er að sjá hér að neðan.

Sjá einnig:
Tyrki gaf íslenskum stuðningsmönnum puttann


Jón Daði: Hefði getað þjösnast í gegnum 90 mínútur
Athugasemdir
banner
banner
banner