Garðar Örn Hinriksson – eða Rauði baróninn – er að gefa út bók um feril sinn sem knattspyrnudómari.
Í bókinni, Rauði baróninn – Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar, fer Garðar Örn Hinriksson yfir feril sinn sem knattspyrnudómari sem stóð yfir í um 30 ár.
Sagan hefst á Stokkseyri árið 1985 þegar Garðar, þá á 14. ári, er spurður að því hvort hann hefði áhuga á því að prófa að vera línuvörður í einum leik. Eftir það varð ekki aftur snúið. Hann steinféll fyrir starfinu.
13 árum síðar var Garðar orðinn efstudeildar dómari, eitthvað sem hann dreymdi um að verða en átti aldrei von á.
Garðar fer um víðan völlog talar meðal annars um upphafið, endirinn, fyrirmyndir, hótanir, slagsmál, raðspjöldin, mistök, sviðsljósið, óheiðarlega blaðamenn, samkynhneigða knattspyrnumenn, kókaínpartý, hríðskotabyssurog KSÍ.
Smelltu hér til að kynna þér bókina á Karolina fund og heita á hana
Athugasemdir