lau 11. júní 2022 16:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Auðvitað hefði maður viljað sjá stærri leikvang en þetta"
Icelandair
Landsliðsþjálfararnir.
Landsliðsþjálfararnir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stelpurnar okkar eru á leið til Englands í næsta mánuði þar sem þær taka þátt á Evrópumótinu í fjórða sinn.

Ísland leikur tvo leiki á Manchester City Academy Stadium á mótinu. Fram kemur á vefmiðli BBC að hann muni aðeins vera með pláss fyrir 4700 manns á EM í sumar. Nú þegar er uppselt á báða leikina sem Ísland spilar á þeim velli.

Það hefur verið gagnrýnt að það sé verið að spila á eins litlum leikvangi á stórmóti. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður út í það á fréttamannafundi í dag.

„Ég er stuðningsmaður Manchester City og það verður gaman að vera þarna. Það er stutt að ganga á Etihad-völlinn," sagði Þorsteinn léttur.

„Við hefðum viljað hafa leikvanginn stærri. Það er ekki enn uppelt á leikinn gegn Frakklandi. Það er 12 þúsund manna leikvangur. Auðvitað hefði maður viljað hafa eitthvað millibil."

„En það er líka stemning í því að það sé uppselt. Það verður fullt af Íslendingum þarna og það verður stemning, en auðvitað hefði maður viljað sjá stærri leikvang en þetta. Maður er hættur að spá í þessu og þýðir held ég ekkert að vera velta sér upp úr þessu," sagði Þorsteinn.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)

Sjá einnig:
Ummæli Söru vekja heimsathygli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner