Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 11. júní 2022 13:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hópur Íslands sem fer á EM - Elín og Berglind báðar með
Icelandair
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín er ekki í hópnum.
Hlín er ekki í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er búið að gefa það út hvaða leikmenn fara með kvennalandsliðinu á Evrópumótið í næsta mánuði.

Það var búið að gefa það út að Guðný Árnadóttir væri sú eina sem væri tæp fyrir mótið, en hún er í hópnum.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Elín Metta Jensen eru báðar í hópnum en Hlín Eiríksdóttir, sem hefur leikið vel með Piteå í Svíþjóð, fer ekki.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, mun sitja fyrir svörum á fréttamannafundi á eftir.

Markverðir:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Bayern München)
Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Telma Ívarsdóttir (Breiðablik)

Varnarmenn:
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Glódís Perla Viggósdóttir (Bayern München)
Guðný Árnadóttir (AC Milan)
Guðrún Arnardóttir (Rosengård)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Kalmar)
Ingibjörg Sigurðardóttir (Vålerenga)
Sif Atladóttir (Selfoss)

Miðjumenn:
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Dagný Brynjarsdóttir (West Ham)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Orlando Pride)
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Bayern München)
Sara Björk Gunnarsdóttir (Lyon)
Selma Sól Magnúsdóttir (Rosenborg)

Framherjar:
Amanda Andradóttir (Kristianstad)
Agla María Albertsdóttir (Häcken)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Brann)
Elín Metta Jensen (Valur)
Svava Rós Guðmundsdóttir (Brann
Sveindís Jane Jónsdóttir (Wolfsburg)

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)


Athugasemdir
banner
banner