Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 11. júní 2022 21:09
Brynjar Ingi Erluson
U21: Ísland fer í umspilið - Grikkir sitja eftir með sárt ennið eftir tap í Portúgal
Ísland er komið í umspil
Ísland er komið í umspil
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenska liðið spilaði feykivel í kvöld
Íslenska liðið spilaði feykivel í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland U21 5 - 0 Kýpur U21
1-0 Kristall Máni Ingason ('11 )
2-0 Antreas Karamanolis ('32 , sjálfsmark)
3-0 Kristall Máni Ingason ('57 )
4-0 Sævar Atli Magnússon ('64 )
5-0 Kristian Nökkvi Hlynsson ('90 )
Lestu um leikinn

U21 árs landslið Íslands er komið í umspil um sæti á Evrópumótinu eftir magnaðan 5-0 sigur á Kýpur á Víkingsvelli. Portúgal hjálpaði íslenska liðinu með því að vinna Grikkland.

Kristall Máni Ingason kom Íslandi í góðan gír strax á 11. mínútu er hann skoraði með skalla úr teignum eftir fyrirgjöf Kolbeins Þórðarsonar.

Tuttugu mínútum síðar kom annað mark liðsins. Kristian Nökkvi Hlynsson fékk þá boltann hægra megin við teiginn áður en hann kom með þéttingsfasta fyrirgjöf inn fyrir. Antreas Karamanolis, varnarmaður Kýpur, ætlaði sér að hreinsa boltanum frá en hitti hann illa og lak boltinn í netið.

Staðan 2-0 í hálfleik. Á sama tíma var Portúgal að gera markalaust jafntefli við Grikkland en Ísland þurfi portúgalskan sigur til að komast í umspilið.

Strákarnir veltu því ekkert fyrir sér og héldu áfram að spila sinn leik. Kristall Máni gerði annað mark sitt í leiknum á 57. mínútu eftir góðan undirbúning frá Óla Val Ómarssyni og staðan 3-0.

Sævar Atli Magnússon gerði fjórða markið sjö mínútum síðar. Kristian Nökkvi sendi boltann inn fyrir á Kristal sem vippaði boltanum yfir markvörðinn og á fjær þar sem Sævar var mættur til að pota honum í netið.

Kristian Nökkvi rak svo síðasta naglann í kistu Kýpur undir lok leiks eftir laglega sendingu frá Degi Dan Þórhallssyni. Lokatölur 5-0 og brutust út mikil fagnaðarlæti í leikslok þegar það varð ljóst að Portúgal hafði unnið Grikkland 2-1.

Ísland endar í 2. sæti riðilsins með 18 stig, stigi meira en Grikkland og fer því í umspilið. Liðið verður því í pottinum þegar dregið verður í umspilið þann 21. júní næstkomandi. Drátturinn fer fram í Nyon í Sviss.

Ísland á nú möguleika á að komast á þriðja Evrópumótið í sögunni en liðið fór fyrst árið 2011 og svo fór það einnig á lokamótið á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner