Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 11. júní 2022 13:20
Ívan Guðjón Baldursson
Chicago hafnaði tilboði Real Madrid í Slonina
Slonina er gríðarlega efnilegur markvörður.
Slonina er gríðarlega efnilegur markvörður.
Mynd: Getty Images

Markvörðurinn Gabriel Slonina virðist vera á förum frá Chicago Fire í sumar en bandaríska félagið ætlar ekki að selja hann ódýrt. Real Madrid reyndi að kaupa hann í síðustu viku en Chicago hafnaði tilboðinu.


Chelsea og Real leiða kapphlaupið en markvörðurinn sjálfur vill helst flytja til Madrídar, það hefur verið draumur hans frá æsku.

Slonina er 18 ára og á sjö leiki að baki fyrir yngri landslið Bandaríkjanna. Hann átti frábært tímabil á milli stanga Chicago og vakti verðskuldaða athygli á sér.

Chelsea var næstum búið að ganga frá kaupum á Slonina í febrúar en náði ekki samkomulagi við Chicago.

Fabrizio Romano segir að Slonina gæti orðið einn af dýrustu leikmönnum í sögu MLS deildarinnar. Miguel Almiron er ennþá dýrastur eftir að Newcastle borgaði 26 milljónir dollara fyrir hann.

Alphonso Davies er í öðru sæti, hann kostaði rúmlega 20 milljónir á sínum tíma.


Athugasemdir
banner
banner