lau 11. júní 2022 22:31
Brynjar Ingi Erluson
„Ef árið væri 2005 þá væri Kristian Nökkvi sennilega á leiðinni til Bayern eða Real Madrid "
Kristian Nökkvi Hlynsson
Kristian Nökkvi Hlynsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kristian Nökkvi Hlynsson átti stórleik er islenska U21 árs landsliðið vann 5-0 stórsigur á Kýpur og tryggði sér sæti í umspili fyrir Evrópumótið í kvöld.

Kristian, sem er á mála hjá Ajax í Hollandi, skoraði og lagði upp í leiknum.

Það má alveg færa rök fyrir því að hann hafi lagt upp annað mark íslenska liðsins en hann átti fyrirgjöf sem fór af varnarmanni Kýpur og í netið.

Þá gerði hann fimmta og síðasta mark leiksins á meðan Grikkir töpuðu fyrir Portúgal. Það þýddi að Ísland fer í umspilið og verður í pottinum þegar dregið verður í Nyon í Sviss þann 21. júní.

Kristian skoraði 6 mörk í riðlakeppninni og lagði upp önnur sex mörk og er hann bæði með markahæstu mönnum og stoðsendingahæstur.

Hann fær mikið lof á Twitter fyrir frammistöðuna og velta menn steinum yfir því af hverju hann er ekki að fá tækifæri með A-landsliðinu.






Athugasemdir
banner
banner
banner