Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 11. júní 2022 17:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki alveg í draumalandinu - „Ég stýri ekki félagsliðunum"
Icelandair
Agla María hefur ekki spilað mikið í Svíþjóð.
Agla María hefur ekki spilað mikið í Svíþjóð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðshópurinn fyrir EM í Englandi var tilkynntur í dag.

Sjá einnig:
Hópur Íslands sem fer á EM - Elín og Berglind báðar með

Það eru nokkrir leikmenn í hópnum sem hafa ekki spilað mikið með sínum félagsliðum upp á síðkastið. Má þar nefna Söru Björk Gunnarsdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, Öglu Maríu Albertsdóttur og þá hefur Berglind Björg Þorvaldsdóttir verið mikið meidd.

„Ég hef engar áhyggjur af því. Það er búið að vera svoleiðis í gangi allt árið, allt síðasta ár," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, spurður út í það.

„Í draumalandinu væru þær allar að spila allar mínútur og allar í toppstandi, en ég stýri ekki félagsliðunum og get ekki ráðið þessu. Það er eitthvað sem maður tekst á við sem landsliðsþjálfari."

„Þau sem eru í þessari stöðu velja ekki endilega alltaf leikmenn sem eru að spila mikið, en þessir leikmenn sem ég vel eru leikmenn sem ég treysti og hafa staðið sig vel hjá okkur. Ég hef ekkert að óttast um frammistöðu hjá þeim."
Athugasemdir
banner
banner
banner