Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 11. júní 2022 23:32
Brynjar Ingi Erluson
Ekki viss hvort hann fái eitthvað frí - „Klárlega spenntur að fara aftur út"
Sævar Atli Magnússon
Sævar Atli Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli Magnússon skoraði í 5-0 sigri U21 árs landsliðsins á Kýpur í kvöld er liðið kom sér í umspil fyrir Evrópumótið en hann gæti fengið afar lítið frí til að safna orku.

Lestu um leikinn: Ísland U21 5 -  0 Kýpur U21

Þessi ungi og efnilegi leikmaður fór með Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina fyrir tveimur vikum síðan eftir afar erfitt tímabil og hoppaði hann beint í verkefni með U21 árs landsliðinu.

Liðið spilaði þrjá leiki, allt leikir sem þurftu að vinnast. Það hafðist og kom liðið sér í umspil.

Danska úrvalsdeildin fer af stað 17. júlí og ekki langt í undirbúningstímabil en Sævar segir það koma betur í ljós á næstu dögum hvort hann fái eitthvað frí.

„Góð spurning. Ég heyri í Freysa örugglega á morgun með þetta en það verður að koma í ljós. Við erum að fara í svo spennandi verkefni með Lyngby að spila í Superligunni sem er gjörsamlega frábær deild."

„Ég er þreyttur í dag en kannski verð ég ferskur á morgun og spenntur. Ég er klárlega spenntur að fara aftur út en það verður að koma í ljós með fríið,"
sagði Sævar við Fótbolta.net.
Sævar Atli: Hvernig við spilum alla þessa tíu leiki þá áttum við það skilið
Athugasemdir
banner
banner
banner