Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 11. júní 2022 09:28
Brynjar Ingi Erluson
Föruneyti Antony í viðræðum við Man Utd
Antony á leið á Old Trafford?
Antony á leið á Old Trafford?
Mynd: EPA
Teymi brasilíska vængmannsins Antony er mætt til Evrópu til að ræða við Manchester United en þetta kemur fram í fjölmörgum miðlum í dag.

Þessi 22 ára gamli galdramaður kom til Ajax fyrir tveimur árum frá Sao Paulo en síðan þá hefur hann komið að 42 mörkum fyrir liðið.

Stærstu félög Evrópu hafa horft til hans síðustu mánuði og má þar nefna Liverpool, Chelsea og nú Manchester United.

Goal.com segir frá því að föruneyti Antony hafði ferðast til Evrópu á dögunum til að ræða við Manchester United og er ekki langt í að aðilarnir ná saman um kaup og kjör.

United vonast til að gott samband félagsins við Ajax tryggi að viðræðurnar gangi hratt fyrir sig en Ajax vill 50 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Erik ten Hag, stjóri United, þekkir Antony vel enda fékk hann leikmanninn frá Brasilíu fyrir tveimur árum. Hann bindur því miklar vonir við að fá Antony í sumar en hann er einnig á höttunum eftir Jurrien Timber, varnarmanni hollenska félagsins.

Þá er Frenkie de Jong, leikmaður Barcelona, í viðræðum við United en þau mál ættu að skýrast betur á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner