Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. júní 2022 13:40
Ívan Guðjón Baldursson
Frídagur í Perú útaf umspilsleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Alejandro Salas, landbúnaðarráðherra Perú, tilkynnti í morgun að mánudagurinn 13. júní verður frídagur fyrir alla opinbera starfsmenn útaf mikilvægum umspilsleik við Ástralíu um sæti á HM.


Perú mætir Ástralíu í hreinum úrslitaleik um sæti á HM. Liðin mætast í Katar og hefst viðureignin klukkan 21:00 að staðartíma (13:00 í Perú og 18:00 á Íslandi).

Í tilkynningu Salas kemur fram að starfsfólk í einkareknum fyrirtækum fær ekki endilega frí, en fyrirtæki í landinu eru hvött til að gefa starfsmönnum í það minnsta langa hádegispásu til að ná leiknum.

„Þetta er mikilvæg stund til að auka samheldni og þjóðerniskennd íbúa á erfiðum tímum," sagði Salas meðal annars.

Verslunarráðið í Líma er ekki sérlega ánægt með þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Ráðið telur þessa aðgerð ríkisstjórnarinnar vera bæði tilgangslausa og skaðlega fyrir efnahag landsins sem er á sögulega slæmum stað.

Salas gefur lítið fyrir gagnrýni verslunarráðsins og segir að takist Perú að vinna þennan leik gegn Ástralíu geti það haft í för með sér uppsveiflu í efnahagnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner