Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 11. júní 2022 15:20
Ívan Guðjón Baldursson
Fulham í viðræðum um Leno - Undirbýr tilboð í Zaidu
Mynd: Getty Images

Fulham er í viðræðum við Arsenal um þýska markvörðinn Bernd Leno sem á aðeins eitt ár eftir af samningnum.


Leno er varamarkvörður hjá Arsenal en hann er ekki að flýta sér burt frá félaginu. Benfica sýndi honum áhuga fyrr í sumar en taldi verðmiðann vera of háan þar sem Arsenal vill fá 8,5 milljónir punda fyrir.

Fréttamaðurinn virti David Ornstein greinir frá þessu og bætir kollegi hans Fabrizio Romano því við að orðrómurinn sem tengir miðjumanninn Granit Xhaka við Bayer Leverkusen sé ekki sannur. Eins og staðan er í dag hefur Leverkusen ekki sett sig í samband við Arsenal varðandi Svisslendinginn.

Þá eru fregnir sem herma að Fulham hafi einnig áhuga á vinstri bakverði Porto, Zaidu Sanusi.

Zaidu er 24 ára landsliðsmaður Nígeríu sem hefur spilað 57 leiki á tveimur árum hjá Porto. Hann er langt frá því að vera í uppáhaldi meðal stuðningsmanna félagsins, þrátt fyrir að hafa skorað sigurmark á útivelli gegn Benfica til að innsigla titilinn, og eru margir sem vilja sjá hann vera seldan sem fyrst.

Talið er að Fulham ætli að bjóða 12 milljónir evra fyrir Zaidu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner