lau 11. júní 2022 16:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsmenn fá tækifæri til að kveðja liðið 25. júní
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið reyndi að fá vináttulandsleik á Íslandi fyrir Evrópumótið en það gekk ekki eftir.

Stelpurnar okkar byrja á æfingum á Íslandi og fara svo til Póllands þar sem þær spila æfingaleik við heimakonur í lok mánaðarins. Íslenska liðið fer svo yfir til Þýskalands þar sem það lýkur undirbúningi fyrir mótið.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að það verði opin æfing þann 25. júní þar sem landsmenn geta mætt og kvatt liðið áður en það heldur út.

„Við vonumst eftir því að það mæti margir þar," sagði Þorsteinn.

„Það eru vonbrigði að fá ekki leik heima. Við reyndum eins lengi og við gátum. Við teljum að undirbúningurinn verði góður. Við förum til Póllands sem er fínt að fara í nýtt umhverfi. Svo förum við til Þýskalands í umhverfi og klárum í Englandi. Það er fínt að brjóta þetta aðeins upp."

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
banner
banner
banner