Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 11. júní 2022 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Laporte ósáttur með val leikmanna á liði ársins
Mynd: EPA

Aymeric Laporte, varnarmaður Manchester City, var ekki sáttur eftir verðlaunaafhendingu ensku leikmannasamtakanna. Þar var Mohamed Salah valinn besti leikmaður tímabilsins og Phil Foden sá efnilegasti.


Laporte var ekki valinn í lið ársins. Aðeins þrír leikmenn úr liði Man City komust í lið ársins en sex komust úr liði Liverpool sem hafnaði í 2. sæti.

Laporte svaraði valinu á liði ársins með myndbirtingum á Instagram. Þar birti hann tölfræði frá tímabilinu sem sýnir að hann er óúmtvíræddur sendingakongur úrvalsdeildarinnar, þar sem hann er bæði með flestar sendingar og hæsta hlutfallið af heppnuðum sendingum.

Þá var enginn miðvörður sem skoraði meira heldur en fjögur mörkin hans Laporte á tímabilinu og enginn sem átti fleiri mikilvægar tæklingar sem aftasti varnarmaður. Þar að auki var ekkert lið sem fékk færri mörk á sig á tímabilinu heldur en City.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner