Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 11. júní 2022 18:13
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: HK snéri taflinu við í seinni hálfleik
Arnþór Ari Atlason skoraði annað mark HK
Arnþór Ari Atlason skoraði annað mark HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 3 - 1 Þór
0-1 Aron Ingi Magnússon ('14 )
1-1 Atli Arnarson ('50 , víti)
2-1 Arnþór Ari Atlason ('56 )
3-1 Stefán Ingi Sigurðarson ('60 )
Lestu um leikinn

HK vann öflugan 3-1 sigur á Þór í 6. umferð Lengjudeildar karla í Kórnum í dag. Heimamenn skoruðu öll mörk sín í síðari hálfleiknum eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik.

Heimamenn byrjuðu leikinn vel og reyndist Valgeir Valgeirsson gestunum erfiður. Það voru hins vegar Þórsarar sem gerðu fyrsta markið í gegnum Aron Inga Magnússon á 14. mínútu.

Þórsarar sendu stungusendingu í gegnum vörnina og var Elvar Baldvinsson kominn í gegn en hann tók þá skynsamlega ákvörðun, lagði boltann til hliðar á Aron sem skoraði í autt markið.

HK-ingar voru ívið hættulegri í fyrri hálfleiknum en náðu þó ekki að skapa sér mikið af opnum færum. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Þór en það tók heimamenn aðeins nokkrar mínútur að jafna metin í síðari hálfleiknum.

Þórsarar handléku knöttinn innan teigs og vítaspyrna dæmd. Atli Arnarson fór á punktinn og jafnaði leikinn. Sex mínútum síðar náði Arnþór Ari Atlason svo forystunni fyrir HK eftir fyrirgjöf frá Birki Val Jónssyni.

Þeir hömruðu járnið meðan það var heitt og var Stefán Ingi Sigurðarson næstur í röðinni á 60. mínútu. Ívar Örn Jónsson átti langan bolta upp vinstri kantinn. Aron Birkir, markvörður Þórs, kom út á móti en Stefán náði að pota boltanum framhjá honum áður en hann gerði þriðja mark HK-inga.

Þórsarar gerðu atlögu að marki HK-inga undir lokin. Harvey Willard átti skot í slá úr aukaspyrnu og þá varði Arnar Freyr laglegan skalla Elvars eftir hornspyrnu.

Lokatölur í Kórnum, 3-1 fyrir HK, sem er í 6. sæti með 9 stig en Þórsarar í 9. sæti með 5 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner