Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 11. júní 2022 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool búið að setja sig í samband við Aberdeen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Liverpool er búið að setja sig í samband við skoska félagið Aberdeen varðandi kaup á hægri bakverðinum eftirsótta Calvin Ramsay.


Ramsay er aðeins 18 ára gamall en hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu á nýliðnu tímabili. Þrátt fyrir ungan aldur er Ramsay byrjaður að spila fyrir U21 landslið Skota.

Sky Sports greinir frá því að umrætt kaupverð nemi 4 milljónum punda og geti hækkað upp í 6 með aukagreiðslum. Ramsay sjálfur vill helst ganga í raðir Liverpool þrátt fyrir áhuga úr stærstu deildum Evrópu og verða samningsviðræður ekki vandamál.

Ramsay yrði dýrasti leikmaður til að hafa verið seldur frá Aberdeen. Eins og staðan er í dag er Scott McKenna dýrastur - Nottingham Forest keypti hann fyrir 3 milljónir + 1 milljón í aukagreiðslu.


Athugasemdir
banner
banner
banner