Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. júní 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Meiðsli herja á KR - Þrjár sem fóru meiddar af velli í gær
Guðmunda Brynja meiddist á putta
Guðmunda Brynja meiddist á putta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Páll vonast til að Ísabella verði klár fyrir leikinn gegn Þór/KA á þriðjudag
Arnar Páll vonast til að Ísabella verði klár fyrir leikinn gegn Þór/KA á þriðjudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR varð fyrir mikilli blóðtöku í 3-0 tapi liðsins gegn Val í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær en þrír leikmenn liðsins þurftu að fara af velli vegna meiðsla.

Guðmunda Brynja Óladóttir, sem átti besta færi KR í fyrri hálfleiknum, lenti illa og meiddist á putta og var skipt af velli undir lok fyrri hálfleiks.

Arnar Páll Garðarsson, annar af þjálfurum KR, segir að hún hafi dottið á puttann og er verið að skoða það hvort puttinn sé brotinn eða hvort hún hafi farið úr lið.

Marcella Marie Barberic fór af velli í hálfleik vegna meiðsla og þá meiddist Bergdís Fanney Einarsdóttir í síðari hálfleiknum og var skipt af velli.

Ísabella Sara Tryggvadóttir var þá ekki með KR í gær vegna meiðsla en hún er bólgin á hné eftir síðasta leik. Arnar vonast þó til að hún verði með á þriðjudag gegn Þór/KA í deildinni.

„Hún finnur eitthvað til í puttanum. Hún datt á puttann og þurfum að skoða hvort það sé brot eða farið úr lið eða eitthvað en hún gat alla vega ekki haldið áfram."

„Bella er bara hné í hné. Hún er svolítið bólgin ennþá en vonandi að hún verði klár í næsta leik. Sama með aðra leikmenn sem koma útaf. Fanney kemur meidd útaf og Marcella kemur meidd útaf, allt eftir högg og pínu svekkjandi að missa leikmenn útaf,"
sagði Arnar Páll við Fótbolta.net í gær.

KR er í neðsta sæti deildarinnar með 3 stig.
Arnar Páll: Við finnum alveg að það er stígandi í þessu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner