Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. júní 2022 18:38
Brynjar Ingi Erluson
Nálgast samkomulag um Nunez - Gæti flogið til Englands á mánudag
Darwin Nunez
Darwin Nunez
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Benfica og Liverpool eru nálægt því að ná saman um kaup og sölu á úrúgvæska framherjanum Darwin Nunez en það er hinn afar virti blaðamaður, Paul Joyce, sem segir frá þessu í dag.

Félögin hafa rætt um Nunez síðustu daga en Julian Ward, yfirmaður íþróttamála hjá Liverpool, er í Portúgal og sér um viðræður enska félagsins.

Benfica hefur sett 85 milljón punda verðmiða á Nunez og vill félagið þá fá 68 milljónir punda og svo bónusgreiðslur ofan á það.

Liverpool er reiðubúið að greiða 60 milljónir punda plús bónusgreiðslur en viðræður eru á lokastigi samkvæmt Joyce.

Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano hefur þegar smellt orðunum „Here We Go," á þessi félagaskipti og segir félögin hafa náð munnlegu samkomulagi um Nunez.

Greinir hann þá frá því að Nunez gæti flogið til Englands á mánudaginn og gengist þá undir læknisskoðun hjá Liverpool áður en hann skrifar undir fimm ára samning.

Nunez verður dýrasti leikmaðurinn í sögu Liverpool en næstur á eftir honum kemur Virgil van Dijk sem var keyptur fyrir 75 milljónir punda fyrir rúmum fjórum árum síðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner