Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. júní 2022 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Nauðgunarmáli Ronaldo vísað frá
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: EPA
Jennifer Dorsey, dómari í Nevada-ríki í Bandaríkjunum, hefur vísað máli gegn Cristiano Ronaldo , sem sakaður var um nauðgun gegn konu frá Las Vegas fyrir þrettán árum, frá vegna réttarfarsástæðna.

Ronaldo er sakaður um að hafa nauðgað konu í Las Vegas árið 2009 er hann var 24 ára gamall.

Leikmaðurinn og teymi hans hafa alla tíð játað því að Ronaldo hafi hitt konuna á skemmtistað í Las Vegas en neita því að eitthvað saknæmt hafi átti sér stað.

Konan hefur aðra sögu að segja. Hún segist hafa hitt hann á skemmtistað áður en haldið var á hótel leikmannsins þar sem hann á að hafa nauðgað henni. Málið var rannsakað eftir að konan kom fram í viðtal við Der Spiegel en það síðan fellt niður árið 2019.

Ronaldo fékk konuna til að skrifa undir þöggunarsamning og greiddi hann henni 375 þúsund dollara eða um það bil 50 milljónir íslenskra króna fyrir að halda þessu leyndu.

Konan, sem var 25 ára gömul þegar atvikið átti sér stað, höfðaði einkamál gegn Ronaldo á síðasta ári og fór fram á rúmlega þrjá milljarða í skaðabætur en dómari í Nevada hefur nú vísað málinu frá af réttarfarsástæðum.

Þar kemur fram að lögfræðingur konunnar hafi komist yfir stolin gögn og notað þau sem sönnunargögn í málinu og ákvað því dómarinn að refsa lögfræðingnum, sem á að hafa gert þetta í slæmri trú og ekkert annað væri í stöðunni en að vísa málinu frá.

Konan á mögulega á því að áfrýja málinu til dómsstóla í San Francisco.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner