lau 11. júní 2022 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Rigge hafnaði 8 úrvalsdeildarfélögum fyrir West Ham
Tottenham, Leeds og Aston Villa vilja Sonny Perkins
Sonny Perkins í leik með West Ham.
Sonny Perkins í leik með West Ham.
Mynd: EPA

West Ham United er búið að klófesta táninginn efnilega Daniel Rigge frá Manchester City.


Rigge, sem er aðeins 16 ára gamall, skrifar undir skólastyrkssamning við West Ham eftir að hafa hafnað tilboðum frá átta öðrum úrvalsdeildarfélögum, meðal annars Man City.

Hamrarnir eru þá að missa sóknarmanninn efnilega Sonny Perkins frá sér í sumar þar sem Tottenham, Leeds og Aston Villa hafa mikinn áhuga.

Perkins er 18 ára gamall og kom við sögu í þremur keppnisleikjum á síðustu leiktíð en rennur út á samningi í sumar.

Perkins er ósáttur með samninginn sem West Ham bauð honum og er því líklega á leið burt.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner