lau 11. júní 2022 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sassuolo að kaupa Alvarez til að taka við af Scamacca
Mynd: EPA

Sassuolo er að ganga frá kaupum á úrúgvæska framherjanum Agustin Alvarez sem hefur verið lykilmaður í liði Penarol undanfarin tvö ár.


Sassuolo er búið að ná samkomulagi við Penarol uppá 11 milljónir evra og á Alvarez að leysa hinn eftirsótta Gianluca Scamacca af hólmi.

Arsenal og Inter hafa helst verið orðuð við Scamacca sem er falur fyrir um 40 milljónir evra.

Hinn 23 ára gamli Scamacca skoraði 16 mörk í 36 leikjum í Serie A og er byrjaður að spila fyrir A-landslið Ítalíu.

Alvarez er 21 árs gamall og hefur skorað eitt mark í fjórum landsleikjum með Úrúgvæ.


Athugasemdir
banner
banner