Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. júní 2022 22:35
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu fagnaðarlætin úr klefanum - „BLUE ARMY!!"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Strákarnir í U21 árs landsliði karla gátu leyft sér að fagna í klefanum á Víkingsvellinum eftir að það varð ljóst að liðið væri komið í umspil fyrir Evrópumótið.

Lestu um leikinn: Ísland U21 5 -  0 Kýpur U21

Íslenska liðið kjöldró Kýpur 5-0 og tryggði sér 2. sæti riðilsins, þó með hjálp portúgalska landsliðsins sem vann Grikkland á sama tíma, 2-1.

Kristall Máni Ingason gerði tvö mörk og þá komust þeir Sævar Atli Magnússon og Kristian Nökkvi Hlynsson einnig á blað en annað mark leiksins var sjálfsmark.

Eftir leik héldu leikmenn inn í klefa og fögnuðu árangrinum vel og innilega.

Það má sjá í myndbandi sem fylgir fréttinni en þeir öskra þar hástöfum „Blue Army".


Athugasemdir
banner
banner
banner