Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 11. júní 2022 16:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini vaknaði snemma í morgun: Ekki draumasímtöl sem ég var að taka
Icelandair
Á fréttamannafundi í dag.
Á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var tilkynntur leikmannahópur kvennalandsliðsins fyrir EM í næsta mánuði. 23 leikmenn eru í hópnum. Sumar þjóðir hafa farið þá leiðina að tilkynna fyrst stærri hóp og skera svo niður.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, ræddi við Fótbolta.net eftir fréttamannafund í dag.

„Við erum bara 5-6 daga hér heima áður en við þurfum að tilkynna lokahópinn fyrir mótið, síðasti dagurinn til að tilkynna hópinn er þann 26. júní. Okkur fannst það bara það skammur tími að það borgaði sig ekki," sagði Steini.

„Þær þjóðir sem hafa verið að tilkynna stærri hópa eru þegar komnar saman því mótið í þeirra landi er búið og leikmenn þurfa að æfa. Þess vegna held ég að þær þjóðir gefi sér stærri hópa. Hjá okkur eru einhverjir leikmenn komnir heim eftir tímabil erlendis og þær hafa verið að æfa hér á Laugardalsvelli, eru að halda sér í standi."

Steini segist hafa tekið lokaákvörðunina með hópinn á miðvikudaginn en hafi verið með beinagrind að hópnum í aðeins lengri tíma. Steini ákvað að tilkynna leikmönnum ekki sérstaklega að þær yrðu valdar í hópinn, heldur hringdi hann einungis í þær sem ekki voru valdar í lokahópinn.

Hvernig er að segja við leikmenn sem hafa verið nálægt hópnum að þær verði ekki í lokahópnum?

„Það er erfitt, ég skal alveg viðurkenna það. Ég vaknaði snemma í morgun, vissi að ég væri að fara taka þessi símtöl. Þetta voru ekki draumasímtöl sem ég var að taka, að segja leikmönnum sem ég hef treyst í verkefnum að undanförnu og hafa spilað töluvert mikið fyrir mig. Mér fannst það ekkert skemmtilegt og er ekki það skemmtilegasta sem þú gerir."

„En þetta er bara partur af því vera í þessu starfi. Ég þarf að taka erfiðar ákvarðanir, standa og falla með þeim og um það snýst þetta bara. Ég þarf bara að taka ákvörðun sem ég tel besta hverju sinni. Sama hversu erfið hún er, ef ég trúi á hana þá verð ég bara að taka hana,"
sagði Steini.

Viðtalið er talsvert lengra og má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner