Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. júní 2022 20:18
Brynjar Ingi Erluson
Strákarnir í góðum málum en nú þarf Portúgal að klára sitt
Íslenska liðið er í góðum málum
Íslenska liðið er í góðum málum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
U21 árs landslið Íslands er að vinna Kýpur 2-0 í hálfleik en það dugar þó ekki til að komast í umspil.

Kristall Máni Ingason skoraði með góðum skalla á 11. mínútu áður en Antreas Karamanolis gerði klaufalegt sjálfsmark nokkrum mínútum síðar.

Íslenska liðið vissi það fyrir leik að það þyrfti sigur í þessum leik en þá þarf einnig að treysta á úrslit annars staðar.

Portúgal þarf að vinna Grikkland en staðan þar í hálfleik er markalaus.

Portúgalska liðið er með öll tök á leiknum og hefur átt níu skottilraunir en aðeins tvær á markið. Grikkland hefur ekki enn átt skot á markið.

Það er því að halda í vonina að toppliðið klári dæmið í kvöld.

Ísland U21 2 - 0 Kýpur U21
1-0 Kristall Máni Ingason ('11 )
2-0 Antreas Karamanolis ('32 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn

Portúgal U21 0 - 0 Grikkland U21
Athugasemdir
banner
banner
banner