Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 11. júní 2022 20:45
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin: Markalaust á Englandi - Holland kom til baka og náði í stig
Jack Grealish í baráttu í leiknum í kvöld
Jack Grealish í baráttu í leiknum í kvöld
Mynd: EPA
Holland bjargaði stigi gegn Póllandi
Holland bjargaði stigi gegn Póllandi
Mynd: EPA
Úr leik Ungverjalands og Þýskalands
Úr leik Ungverjalands og Þýskalands
Mynd: EPA
England og Ítalía gerðu markalaust jafntefli er þjóðirnar mættust á Molineux-leikvanginum í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Þá gerði Ungverjaland 1-1 jafntefli við Þýskaland í sama riðli.

Við fengum jafntefli í öllum fjórum leikjum dagsins í A-deildinni en leikur Englands og Ítalíu var skemmtilegur. Bæði lið sköpuðu sér álitleg færi. Mason Mount átti skot í þverslá og þá skaut Davide Frattesi réttframhjá úr góðu færi.

Þrátt fyrir það var staðan markalaus í hálfleik en Raheem Sterling kom sér í dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks en skaut yfir af stuttu færi.

Liðin enduðu á að sætta sig við markalaust jafntefli og hefur enska liðið ekki skorað mark úr opnum leik í samtals fjórar klukkustundir. England hefur ekki enn unnið leik í Þjóðadeildinni á þessu ári en liðið er með 2 stig í neðsta sæti riðils 3. Ítalía er á toppnum með 5 stig.

Ungverjaland og Þýskaland gerðu 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu á fyrstu tíu mínútunum. Zsolt Nagy skoraði á 6. mínútu fyrir heimamenn en Jonas Hofmann jafnaði þremur mínútum síðar. Ungverjaland er í 2. sæti með 4 stig en Þýskaland í þriðja sæti með 3 stig.

Holland kom þá til baka gegn Póllandi í 2-2 jafntefli. Matty Cash skoraði fyrir Pólland á 19. mínútu áður en Piotr Zielinski tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks. Hollendingar voru fljótir að bregðast við og skoruðu tvö mörk á þremur mínútum í gegnum Davy Klaassen og Denzel Dumfries. Memphis Depay fékk tækifæri til að ná í magnaðan endurkomusigur í uppbótartíma en hann klikkaði af vítapunktinum og lokatölur því 2-2.

Holland er á toppnum í riðli 4 með 7 stig en Belgía og Pólland koma þar næst á eftir með 4 stig. Wales er með 1 stig á botninum en Wales náði í fyrsta stigið í kvöld í 1-1 jafntefli gegn Belgíu.

A-deild:

England 0 - 0 Ítalía

Ungverjaland 1 - 1 Þýskaland
1-0 Zsolt Nagy ('6 )
1-1 Jonas Hofmann ('9 )

Holland 2 - 2 Pólland
0-1 Matty Cash ('18 )
0-2 Piotr Zielinski ('49 )
1-2 Davy Klaassen ('51 )
2-2 Denzel Dumfries ('54 )

Wales 1 - 1 Belgía
0-1 Youri Tielemans ('51 )
1-1 Brennan Johnson ('87 )

B-deild:

Úkraína 3 - 0 Armenía
1-0 Ruslan Malinovskiy ('61 )
2-0 Oleksandr Karavayev ('77 )
3-0 Vitaliy Mykolenko ('84 )

Írland 3 - 0 Skotland
1-0 Alan Browne ('20 )
2-0 Troy Parrott ('28 )
3-0 Michael Obafemi ('51 )

Svartfjallaland 1 - 1 Bosnia Herzegovina
0-1 Luka Menalo ('62 )
1-1 Adam Marusic ('77 )

Rúmenía 1 - 0 Finnland
1-0 Nicusor Bancu ('30 )

C-deild:

Færeyjar 2 - 1 Litháen
0-1 Fedor Cernych ('6 )
1-1 Viljornur Davidsen ('20 , víti)
2-1 Jakup Andreasen ('45 )

Lúxemborg 0 - 2 Tyrkland
0-1 Hakan Calhanoglu ('37 , víti)
0-2 Serdar Dursun ('76 )
Athugasemdir
banner