Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 11. júní 2022 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tóku góðan fund með þjálfaranum úr Harvard í febrúar
Icelandair
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er í landsliðshópnum sem fer á EM í Englandi í næsta mánuði.

Áslaug Munda, sem er nýorðin 21 árs, hefur komið sterk inn í lið Breiðabliks að undanförnu og hefur tvisvar verið valin í lið umferðarinnar hér á Fótbolta.net frá því hún kom heim úr Harvard háskólanum.

Hún var ein sú besta í deildinni hér á Íslandi áður en hún fór út í skóla í fyrra. Hún fékk höfuðhögg undir lok síðasta árs og var keppni um nokkurt skeið vegna þess. Hún er búin að jafna sig sem eru frábær tíðindi fyrir íslenska landsliðið.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segist hafa fundað með þjálfara leikmannsins úr Harvard.

„Ég er mjög sáttur við Áslaugu. Ég er meira að segja búinn að sjá leiki sem hún spilaði í Bandaríkjunum í vor," sagði Þorsteinn.

„Ég er líka búinn að vera í nánu sambandi við þjálfara hennar í Bandaríkjunum. Ég er búinn að vita allt sem er búið að gerast hjá henni síðustu sjö mánuðina. Við hittum þjálfara hennar á Hótel Nordica í febrúar og þá sýndi hann okkur planið með hana og það hefur staðist."

„Hún hefur staðist væntingar og sýnt hversu frábær leikmaður hún er í fyrstu leikjum Bestu deildarinnar," sagði Þorsteinn.

Áslaug Munda er skráð sem varnarmaður í hópinn en hún getur bæði leyst það að spila bakvörð og sem kantmaður.
Athugasemdir
banner
banner