Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. júní 2022 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham að leggja fram tilboð í Richarlison
Richarlison hefur skorað 14 mörk í 36 landsleikjum.
Richarlison hefur skorað 14 mörk í 36 landsleikjum.
Mynd: Getty Images

David Ornstein hjá The Athletic greinir frá því að Tottenham sé að fara að leggja fram tilboð í Richarlison, brasilískan framherja Everton sem vill fara til stærra félags og spila í sterkustu keppnum heims.


Richarlison er 25 ára gamall og er fjölhæfur framherji. Hann hefur skorað 53 mörk í 152 leikjum hjá Everton eftir að hann var keyptur til félagsins fyrir tæplega 50 milljónir punda sumarið 2018.

Antonio Conte er hrifinn af Richarlison vegna þess að hann er afar vinnusamur leikmaður og gæti hentað fullkomlega í leikkerfi Ítalans.

Everton er talið vilja fá um 80 milljónir punda fyrir þennan brasilíska landsliðsmann sem á tvö ár eftir af samningnum við félagið.

Richarlison hefur verið orðaður við ýmis félög sem eru þó ekki reiðubúin til að borga svona mikið. Tottenham virðist vera tilbúið til þess.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner