lau 11. júní 2022 12:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Vinnur mest á móti Örnu Sif að hún er bara hafsent"
Icelandair
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir hefur verið stórkostleg með Val, toppliði Bestu deildarinnar í sumar.

Rætt og skrifað hefur verið um það að Arna geri tilkall í landsliðshópinn sem verður valinn á eftir, hópinn sem fer á Evrópumótið.

Bjarni Helgason, fréttamaður á Morgunblaðinu, ræddi við Sæbjörn Steinke á dögunum um nýja þætti sína sem fjalla um leikmenn landsliðsins. Einnig ræddu þeir um hópinn fyrir EM. Þeir ræddu um að það væri erfitt fyrir leikmenn sem hafa ekki tekið þátt í síðustu verkefnum að koma inn núna.

Bjarni telur að það vinni líka gegn Örnu Sif að hún geti ekki leyst það að spila bakvörð eða inn á miðsvæðinu eins og aðrir varnarmenn sem eru að berjast um að komast í hópinn.

„Ég held að það sem vinni mest á móti Örnu Sif er að hún er bara hafsent. Natasha (Moraa Anasi) er hafsent en hún getur líka spilað á miðjunni. Berglind Rós (Ágústsdóttir) getur líka spilað á miðjunni og í bakverði, en með Örnu Sif ertu bara með hafsent," sagði Bjarni.

Arna Sif gæti örugglega leyst það að spila fremst á vellinum seint í leikjum ef við þyrftum að sækja eitthvað, en annars líður henni best í hjarta varnarinnar. Breiddin í hjarta varnarinnar er mjög mikil og erfitt að komast þar inn.

Sjá einnig:
Hausverkur landsliðsþjálfarans: Þessar myndum við velja
Bjarni Helgason um Dætur Íslands og kvennalandsliðið - „Á alltaf að vera í þessum hóp"
Athugasemdir
banner
banner
banner