Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. júlí 2018 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð fótbrotinn en Andrés að snúa aftur - Styttist í Ólaf Inga
Davíð Þór Ásbjörnsson.
Davíð Þór Ásbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Andrés Már Jóhannesson er að snúa aftur.
Andrés Már Jóhannesson er að snúa aftur.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Davíð Þór Ásbjörnsson, varnarmaður Fylkis, er fótbrotinn en þetta kemur fram í tilkynningu frá Árbæjarfélaginu.

Davíð er búinn að koma við sögu í átta af 11 leikjum Fylkis í Pepsi-deild karla í sumar. Hann fór meiddur af velli í leik gegn Breiðabliki í síðasta mánuði og nú hafa Fylkismenn gefið það út að hann sé fótbrotinn.

Ef hann mun spila eitthvað meira á tímabilinu verður það ekki fyrr en í september. Davíð er í göngugifsi núna sem hann losnar úr í ágúst. Svo tekur við endurhæfing.

Andri Þór, Andrés, Arnar Már og Ólafur Ingi
Í sömu tilkynningu frá stöðunni á nokkrum öðrum leikmönnum.

Andri Þór Jónsson er meiddur á nára og má búast við að hann verði frá í nokkrar vikur.

Andrés Már Jóhannesson er byrjaður að æfa á fullu eftir að hafa verið meiddur frá því í lok maí, en ætla má að hann verði í hóp hjá Fylki í leiknum á móti KR á mánudaginn kemur.

Emil Ásmundsson og Helgi Valur Daníelsson verða báðir í leikbanni í leiknum gegn KR.

Ólafur Ingi Skúlason kemur úr atvinnumennsku til Fylkis í júlíglugganum - glugginn opnar 15. júlí. Ólafur Inig hefur nú þegar mætt á nokkrar æfingar til að kynnast liðsfélögunum og var hann liðsstjóri í síðasta leik, en hann verður alkominn heim seinni partinn í júlí og mun þá byrja að spila með Fylki.

Arnar Már Björgvinsson tilkynnti í dag að hann væri hættur að spila með Fylki.

„Að lokum þökkum við Arnari Má Björgvinssyni fyrir hans framlag og góð kynni síðasta 1,5 tímabil sem hann hefur verið í Árbænum. Hann ákvað að taka sér hvíld frá fótboltanum og óskaði eftir að losna undan samningi við Fylki og varð félagið við þeirri beiðni. Við óskum honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur," sagði að lokum í tilkynningu Fylkismanna.

Fylkir er í 11. sæti Pepsi-deildar karla en næsti leikur liðsins er eins og fyrr segir við KR á mánudag.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner