banner
   mið 11. júlí 2018 18:00
Magnús Már Einarsson
Devon fór í aðgerð sem heppnaðist vel
Devon í leik með ÍBV í sumar.
Devon í leik með ÍBV í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Devon Már Griffin, varnarmaður ÍBV, fór í síðustu viku í aðgerð vegna þrálátra meiðsla.

Hinn 21 árs gamli Devon fótbrotnaði í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar í fyrra og spilaði ekkert meira eftir það. Hann sneri aftur í lið ÍBV í vor en meiðslin voru ennþá að trufla hann. Því fór hann aftur í aðgerð.

„Aðgerðin gekk vel. Þetta var aðgerð á taugaendum í kringum brotið," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, við Fótbolta.net. „Núna er að sjá hvort þetta hjálpi eitthvað. Það er ekki öruggt en honum líður vel í löppinni."

Devon verður ekki meira með ÍBV á þessu tímabili en vonir standa til að hann geti snúið aftur á undirbúningstímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner