Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. júlí 2018 11:46
Elvar Geir Magnússon
Forseti Napoli: Chelsea er að ganga frá samningum við Sarri
Sarri er að taka við Chelsea.
Sarri er að taka við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Chelsea er að ganga frá ráðningu á Maurizio Sarri sem mun taka við sem knattspyrnustjóri af Antonio Conte.

„Sarri er nálægt því að verða nýr stjóri Chelsea. Lögmenn mínir eru að ræða við hans lögmenn og ganga frá þessu," segir Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli.

Napoli hefur þegar gengið frá því að Carlo Ancelotti taki við liðinu en það var klárað áður en brottför Sarri var endanlega frágengin.

Athygli vakti að Antonio Conte stýrði æfingu Chelsea á mánudaginn en hann hefur verið tvö ár á Stamford Bridge og á enn 12 mánuði eftir af samningi sínum.

Chelsea hefur enn ekki keypt leikmann í sumarglugganum en Sky Sports segir að þegar Sarri taki við muni félagið líklega fá Aleksandr Golovin frá CSKA Moskvo og varnarmanninn Daniel Rugani frá Juventus.

Þá bárust fréttir af því í morgun að Jorginho væri á leið til London.

Chelsea þarf einnig að huga að því að reyna að halda lykilmönnum sínum. Eden Hazard og Thibaut Courtois eru orðaðir við Real Madrid og Willian sagður á óskalista Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner