Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 11. júlí 2018 10:21
Elvar Geir Magnússon
Hazard lætur Frakka heyra það fyrir 'andfótbolta'
Hazard horfir á Mbappe í leiknum í gær.
Hazard horfir á Mbappe í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
„Frekar vil ég tapa með Belgíu en vinna með Frakklandi," segir Eden Hazard, lykilmaður Belgíu. Frakkar komust í úrslitaleik HM í gær með naumum 1-0 sigri gegn Belgum.

Hazard er ekki hrifinn af leikstíl franska liðsins og segir að hann sé neikvæður og leiðinlegur. Belgum mistókst að finna leið í gegnum varnarmúr Frakka sem lágu vel til baka og notuðu skyndisóknir.

Hazard talaði um að Frakkland hefði spilað 'andfótbolta' og liðsfélagi hans, Thibaut Courtois, tekur í svipaðan streng.

„Ég get ekki sagt að mótherjar okkar hafi verið betri en við. Þeir vörðust með ellefu mönnum 35 metra frá marki. Þeir hafa gert þetta allt mótið. Þeir skoruðu eftir aukaspyrnu gegn Úrúgvæ og eftir horn gegn okkur. Þetta er pirrandi," segir markvörðurinn Courtois.
Athugasemdir
banner
banner
banner